Jólabasar

10. des. 2013

Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi var haldinn á laugardaginn síðastliðinn og var afraksturinn í heildina rétt um 230 þúsund krónur sem verður nýttur í verkefni deildarinnar innanlands.

Deildin færir sjálfboðaliðum sem lögðu fram krafta sína fyrir basarinn kærar þakkir fyrir allt þeirra starf sem og öllum þeim sem styrktu deildina með kaupum sínum á laugardaginn.