Lokun um jól og áramót

19. des. 2013

Rauði krossinn í Kópavogi færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.
Rauðakrosshúsið í Kópavogi verður lokað frá 20.desember en opnar aftur mánudaginn 6. janúar 2014 kl. 9.
Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri.

Gleðilega hátíð!