Söfnuðu fyrir Rauða krossinn

14. jan. 2014

Ungu sjálfboðaliðarnir Ingvi Hrafn Hafsteinsson og Högni Gylfason söfnu á dögunum flöskum og fyrir söfnunina fengu þeir alls sjö þúsund krónur sem þeir afhentu Rauða krossinum í Kópavogi.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.