MK nemar í heimsókn

24. jan. 2014

Útskriftarnemendur af Verkþjálfunar - og starfsmenntabraut í Menntaskólanum í Kópavogi fræddust í dag um störf og verkefni Rauða krossins þegar þau heimsóttu Rauða krossinn í Kópavogi. Alls mættu 13 nemendur í hús ásamt kennara sínum. Var sérstök áhersla lögð á að kynna fatasöfnun félagsins auk mikilvægi þess að kunna skyndihjálp. Kynnt var nýtt Skyndihjálparapp Rauða krossins sem fengið hefur góðar viðtökur.

Rauði krossinn bindur miklar vonir við að sem flestir landsmenn keppist við að setja appið inn á síma sína eða spjaldtölvur á afmælisári félagsins, en í desember eru 90 ár frá því það var stofnað. Rauði krossinn hefur hrundið af stað skyndihjálparátaki á afmælisárinu, en skyndihjálpin er einmitt elsta og þekktasta verkefni Rauða krossins.

Niðurhalning á appinu er ókeypis og hvetjum við landsmenn til að hlaða því niður af skyndihjalp.is. Þar er einnig hægt að finna hvar og hvenær námskeið í skyndihjálp eru kennd.
 

http://skyndihjalp.is/