Fróðleiksfúsir nemendur í heimsókn

4. mar. 2014

Það voru áhugasamir nemendur í Félagsfærni úr 9 og 10  bekk í Snælandsskóla sem mættu í heimsókn til deildarinnar í gær til að fræðast um störf Rauða krossins. Félagsfærni er valáfangi í Snælandsskóla með það að markmiði að víkka sýn nemenda á lífið.  Alls mættu 27 nemendur og tveir kennarar. Sólveig Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi kynnti alþjóðastarf Rauða krossins og svaraði fyrirspurnum frá líflegum og fróðleiksfúsum nemendum. Krakkarnir koma svo til með að vinna áfram með verkefnið í næstu viku  og útbúa t.d. veggspjöld um störf hjálparsamtaka  sem þau dreifa um skólann.
[Mynd 1]