Nýr starfsmaður Rauða krossins í Kópavogi

6. jan. 2015

2. janúar síðastliðinn hóf Aðalheiður Jónsdóttir störf hjá Rauða Krossinum í Kópavogi. Aðalheiður starfar sem verkefnastjóri og mun sjá um félagsverkefni deildarinnar. Hún mun t.d. sjá um verkefnið heimsóknavinir, sem er eitt stærsta verkefni deildarinnar.

Silja Ingólfsdóttir bættist einnig í hópinn okkar en hún mun starfa hjá Rauða krossinum í Kópavogi í janúar og febrúar.

Við viljum bjóða þær hjartanlega velkomnar til starfa og gleðjumst mikið yfir því að fá þær í hópinn!