Skráðu þig í skyndihjálp

11. feb. 2015

Í dag, 11. febrúar, er 112 dagurinn haldinn um allt land. 

Í tilefni dagsins vill Rauða krossinn í Kópavogi minna á mikilvægi skyndihjálpar. Það að sitja eitt skyndihjálparnámskeið og læra grunnhandtökin getur bjargað mannslífi þegar á reynir.

Rauði krossinn í Kópavogi býður upp á fjölbreytt skyndihjálparnámskeið:

Almenn skyndihjálp 
4 klst. skyndihjálparnámskeið. Fjallað er um grundvallarreglur í skyndihjálp og endurlífgun. 

Slys og veikindi barna 
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl.  

Börn og umhverfi 
Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, leiðtogahæfni, agastjórnun, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Fjallað er um slysavarnir og algengar slysahættur og veitt ítarleg kennsla í skyndihjálp. Þátttakendur fá innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Það er því ekki seinna vænna en að skrá sig á námskeið, það tekur enga stund og gæti bjargað mannslífi.

Allar nánari upplýsingar og skráning hér.