Kátir krakkar styrkja Rauða krossinn

13. mar. 2015

Þessir kátu krakkar komu í Rauða krossinn í Kópavogi á dögunum með pening sem þau höfðu safnað á tombólu. Þau héldu saman tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborg og ákváðu að gefa allan afraksturinn til styrktar Rauða krossins.

Við þökkum þessum frábæru krökkum að sjálfsögðu innilega fyrir þeirra góða framlag. Það er alltaf jafn gaman að sjá þegar að ungir krakkar hafa áhuga á starfi Rauða krossins.