• Fotsemframlag_mos_jan2012

Fatapökkun í Kópavogi

19. mar. 2015

Í síðastliðinni viku var fatapökkun hjá sjálfboðaliðunum í verkefninu Föt sem framlag. Í því verkefni sauma og prjóna sjálfboðaliðar fatnað í ungbarnapakka (0-2ja ára) en einnig fatnað fyrir eldri börn. Fatnaðurinn er síðan sendur til Hvíta Rússlands. Á síðasta ári pökkuðu sjálfboðaliðarnir 617 pökkum en hver pakki inniheldur teppi, handklæði, peysu, buxur, húfu, vettlinga og sokka. Í síðustu viku var slegið pökkunarmet þar sem pakkaðir voru 325 pakkar ásamt nokkrum stórum pokum með fatnaði fyrir eldri börn. Rauði krossinn í Kópavogi er stoltur af þessum frábæru sjálfboðaliðum sem hafa sinnt þessu verkefni af alhug undanfarin ár og er þessi fatnaður að koma að góðum notum í Hvíta Rússlandi.