• 11249837_650897535041148_4382787903395224189_o

Ungar stúlkur styrkja Nepal

15. maí 2015

Þessar ungu stúlkur gengu hús úr húsi til að safna pening til styrktar börnum í Nepal. Þær mættu síðan með afraksturinn til Rauða krossins í Kópavogi. Við munum koma þessu áleiðis fyrir þær og mun peningurinn fara í neyðarsöfnun Rauða krossins til styrktar Nepal.

Við þökkum þessum duglegu, ungu stúlkum innilega fyrir þeirra framlag. Það er frábært að sjá hversu annt íslenskum börnum er um velferð barna í Nepal.

Stúlkurnar heita Margrét Steinunn, María Lind, Íris Elva og litla systir sem fékk að vera með á mynd.