Sjálfboðaliðar í Föt sem framlag pökkuðu 201 fatapökkum

5. okt. 2011

Sjálfboðaliðarnir í verkefninu Föt sem framlag hittust fyrir helgi til að pakka prjónaflíkunum sem þeir hafa útbúið síðustu mánuði. Þeir pökkuðu alls í 201 fatapakka. Pakkarnir eru sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Malaví. Sjálfboðaliðarnir prjóna, hekla og sauma peysur, sokka, húfur, teppi og bleyjubuxur en auk þess fer líka í pakkana handklæði, treyja, buxur, samfellur, taubleyjur og taustykki.

Sjálfboðaliðarnir sinna þessari handavinnu að mestu heima en hittast einu sinni í mánuði í húsnæði deildarinnar í svokölluðu prjónakaffi. Þá fá þeir garn og tækifæri til að eiga ánægjulega stund saman. Næsta prjónakaffi verður miðvikudaginn 26. október kl. 15-18. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Deildin tekur einnig á móti garnafgöngum á virkum dögum kl. 9-15.