Eldhugar byggja betra samfélag

24. ágú. 2006

Eldhugar eru nýtt verkefni á vegum Kópavogsdeildar Rauða krossins sem hefst í september. Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára af bæði íslenskum og erlendum uppruna. Ungmennin munu vinna skemmtileg og skapandi verkefni í vetur sem miða að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Unnið verður m.a. hugtökin vinátta og virðing út frá ljósmyndun, leiklist, teiknimyndasögugerð, dansi og kvikmyndagerð. Þátttakendur fá einnig að kynnast því að vera sjálfboðaliði Rauða krossins. Enn er pláss fyrir áhugasöm ungmenni og eins óskum við eftir sjálfboðaliðum 18 ára og eldri til að taka þátt í að stýra starfinu. Ef þig langar að vita meira um Eldhuga eða skrá þig í hópinn sendu okkur þá tölvupóst á kopavogur@redcross.is eða hringdu í síma 554 6626.

Verkefni þetta hefur hlotið styrk frá ESB áætluninni Ungu fólki í Evrópu. Verkefnið endurspeglar ekki endilega afstöðu ESB eða landsskrifstofu Ungs fólks í Evrópu og er framkvæmt án þeirra ábyrgðar. Verkefnið er fyrst og fremst verkefni á vegum Rauða kross Íslands og endurspeglar hugsjónir Rauða krossins um betra samfélag án mismununar.