Viðbragðshópur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

18. okt. 2006

Rauða kross deildir á höfuðborgarsvæðinu hafa stofnað viðbragðshóp vegna neyðarástands utan almannavarnaástands, í samræmi við stefnu Rauða kross Íslands og starfsreglur félagsins um neyðaraðstoð innanlands utan almannavarnaástands.

Dæmi um tilfelli þar sem hópnum er ætlað að bregðast við eru neyðaraðstoð fyrir þolendur bruna í heimahúsum, opnun bráðabirgðahúsnæðis og sálrænn stuðningur í kjölfar alvarlegra slysa. Hópurinn samanstendur af sjálfboðaliðum sem hafa lokið fjöldahjálparstjórnanámskeiði og verið sérstaklega þjálfaðir fyrir þetta verkefni að auki. Verkefnið er unnið í nánu samstarfi við slökkvilið og lögreglu á svæðinu.

Á síðustu mánuðum hefur hópurinn verið að koma sér upp búnaði og má þar fyrst og fremst nefna yfirbyggða kerru sem inniheldur allt það helsta sem þarf til að aðstoða þolendur húsbruna s.s. dýnur, teppi, hreinlætispakka, kaffi og léttar veitingar, talstöðvar, rafstöð ofl.

Hafi fólk áhuga á að taka þátt í störfum hópsins eða kynna sér hann nánar er því bent á að hafa samband við svæðisfulltrúa Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu í síma 864 6750 eða með tölvupósti á netfangið [email protected].