Héldu tombólu í Salahverfi

11. nóv. 2006

Systurnar Erna María, Guðbjörg, Lilja og Rebekka Ósk Svavarsdætur héldu tombólu ásamt vinkonu sinni Örnu Björk Helgadóttur. Ágóðann af tombólunni, 500 kr., afhentu þær Kópavogsdeild Rauða krossins. Tombólan var haldin fyrir utan Nettó í Salahverfi og varningurinn var dót sem stelpurnar höfðu safnað í hverfinu. Stelpurnar vissu að Rauði krossinn starfar í yfir 180 löndum að því að hjálpa fólki þar sem neyðin er mest og mikil fátækt.

Söfnunarfé stúlknanna rennur einmitt  í verkefni Rauða krossins til styrktar börnum í neyð erlendis. Fyrir tilstilli tombólubarna á Íslandi safnast árlega samtals um hálf milljón króna.

Í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11 er tekið vel á móti þeim sem vilja  afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni. Opið er virka daga kl. 11-15.