Nýtt kynningarmyndband Rauða krossins

19. okt. 2011

Nýtt kynningarmyndband Rauða krossins hefur verið útbúið vegna Rauðakrossvikunnar 17.-22. október. Hægt er að sjá myndbandið með því að smella hér. Kynntu þér málið og taktu þátt í starfi Rauða krossins!

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu hjá Kópavogsdeild eru hvattir til að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg er alltaf heitt á könnunni og leggjum við okkur fram við að taka vel á móti fólki.