Skráning hafin á námskeið fyrir nýja heimsóknavini

25. jan. 2007

Þeir sem hafa áhuga á að starfa sem sjálfboðaliðar í heimsóknaþjónustu geta nú skráð sig á undirbúningsnámskeið fyrir heimsóknavini. Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 20. febrúar kl. 18-21 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar að Hamraborg 11. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum. Dagskrá námskeiðsins og skráning er hér neðar.

Heimsóknavinir Kópavogsdeildar rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Heimsóknavinur veitir félagsskap, svo sem með því að spjalla, spila, lesa fyrir viðkomandi og fara í gönguferðir.

Auk undirbúningsnámskeiðsins bjóðum við sjálfboðaliðum okkar námskeið í almennri skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp án endurgjalds auk annarrar þjálfunar og fræðslu.

Skráning

Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is

Dagskrá:
18.00 – 18.10  Námskeið kynnt, gögn afhent og kynning þátttakenda.
                     Jón Brynjar Birgisson, svæðisfulltrúi RKÍ á höfuðborgarsvæði.           

18.10 – 18.30  Rauði krossinn: saga, markmið og starf.                      
                    Jón Brynjar Birgisson, svæðisfulltrúi RKÍ á höfuðborgarsvæði.                    

18.30 – 18.45  Kynning á starfi Kópavogsdeildar Rauða krossins.   
                  Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar.               

18.45 – 19.00  Hressing í boði Kópavogsdeildar.                   

19.00 – 20.15  Heimsóknaþjónusta             
                    Linda Ósk Sigurðardóttir, verkefnisstjóri heimsóknavina Rauða kross Íslands.

20.15 – 20.45  Hópavinna, klípusögur
                    Linda Ósk Sigurðardóttir, verkefnisstjóri heimsóknavina Rauða kross Íslands.

20.45 -21.00  Hvað er að vera sjálfboðaliði ?
                    Sjálfboðaliði í heimsóknaþjónustu Kópavogsdeildar.

Fyrirspurnir, umræður og dagskrálok um kl. 21.00.