Kópavogsdeild tekur þátt í upplýsingagjöf til innflytjenda

7. feb. 2007

Einu sinni í viku er svarað í upplýsingasíma fyrir innflytjendur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins. Símtölum er svarað frá einstaklingum sem hafa serbó-króatísku að móðurmáli og vilja leita að upplýsingum um hin ýmsu mál sem snerta búsetu þeirra á Íslandi. Í símann svarar Dragana Zastavnikovic sem hefur búið á Íslandi í 11 ár. Dragana segir að flest símtölin snúi að upplýsingagjöf sem snertir atvinnu- og búseturéttindi innflytjenda en einnig óski fólk eftir upplýsingum um hvar það getur nálgast ýmsa þjónustu og viðskipti.

Upplýsingasími fyrir innflytjendur er rekinn af Fjölmenningarsetri Vestfjarða og var opnaður í samvinnu við Rauða kross Íslands. Starfsfólk símans veitir upplýsingar á ensku, pólsku, serbó-króatísku og tælensku og hefur aðsetur víðar en á Vestfjörðum. Kópavogsdeild Rauða krossins hefur þannig lagt Fjölmenningarsetri Vestfjarða lið með því að veita Kópavogsbúanum Dragönu aðstöðu í sjálfboðamiðstöðinni einu sinni í viku til að svara í símann. Dragana tekur einnig þátt í því að þýða innlendar fréttir á serbó-króatísku sem eru birtar í textavarpinu. Þar birtast auk þess fréttir á pólsku og Fjölmenningarsetrið hefur umsjón með fréttaflutningnum.

Símanúmer í upplýsingasíma innflytjenda eru eftirfarandi:

Pólska

470 - 4708

Serbnesk / króatíska

470 - 4709

Taílenska

470 - 4702