Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar safna fyrir deildina

21. okt. 2011

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan þar sem Rauði krossinn leggur áherslu á að vekja athygli á starfinu og hvetja fólk til að leggja hreyfingunni lið með beinni þátttöku í verkefnum eða fjárframlagi. Hjá Kópavogsdeild stendur yfir söfnun þar sem sjálfboðaliðar deildarinnar eru á fjölförnum stöðum í Kópavogi með söfnunarbauka. Söfnunin hófst í gær, fimmtudag og heldur áfram í dag og á morgun. Sjálfboðaliðarnir manna vaktir á stöðum eins og í Smáralindinni, á Smáratorgi, í Lindunum og við sundlaugarnar. Þeir fengu góð viðbrögð í gær og gengur söfnunin framar vonum. Deildin er afar þakklát fyrir stuðninginn og er hann mikils metinn, sem og framlag sjálfboðaliðanna í söfnuninni.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu hjá Kópavogsdeild eru hvattir til að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is. Í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg er alltaf heitt á könnunni og leggjum við okkur fram við að taka vel á móti fólki.