Tvær tombólur

25. okt. 2011

Jökull Snær Árnason og Natan Dýri Hjartarson í 4. bekk í Kársnesskóla héldu tombólu á dögunum fyrir utan Nóatún í Hamraborg á dögunum og söfnuðu alls 1.932 kr. Þeir komu í Rauðakrosshúsið í Hamraborginni með afraksturinn og gáfu hann til hjálparstarfs.

Þá komu líka tvíburarnir Starkaður Snorri og Kolbeinn Sturla Baldurssynir, 7 ára, í Rauðakrosshúsið með afrakstur tombólu sem þeir héldu bæði fyrir utan Nóatún í Hamraborg og á Óðinstorgi í Reykjavík í sumar. Þeir söfnuðu rúmlega 5.000 krónum.

Kolbeinn Sturla og Starkaður Snorri Baldurssynir.

Framlög strákanna renna í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.