Vinkonur héldu tombólu í Salahverfi

13. apr. 2007

Vinkonurnar Elma Jenný Þórhallsdóttir og Helga Sóley Björnsdóttir héldu tombólu fyrir utan Nettó í Salahverfi og söfnuðu alls 3.233 krónum til styrktar Rauða krossinum. Þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og afhentu söfnunarféð. Þær sögðu að það hefði gengið vel að safna og sumir hefðu meira að segja afhent þeim pening án þess að þiggja tombóluvinning.

Í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar fengu stelpurnar að vita hvernig söfnunarféð þeirra mun nýtast börnum í neyð erlendis. Stelpurnar voru áhugasamar og lístu yfir vilja til að safna aftur fyrir Rauða krossinn.

Í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar, Hamraborg 11, er tekið vel á móti þeim sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni. Opið er virka daga kl. 11-15.