Eldhugar undirbúa sýningu á Kópavogsdögum

2. maí 2007

Það var mikið fjör síðasta fimmtudag þegar Eldhugar komu saman og undirbjuggu sýningu sína á Kópavogsdögum. Sýningin verður í Smáralind laugardaginn 5. maí kl. 12-16 og þar verður meðal annars hægt að sjá sýn Eldhuga á Kópavogsbúann árið 2057. Eldhugar verða á staðnum til að segja gestum og gangandi frá starfinu og dreifa nýútkomnu tímariti sínu. Eldhugar vonast til að sjá sem flesta í Smáralind á laugardaginn.

Eldhugar eru 13-16 ára ungmenni af íslensku og erlendum uppruna sem vinna saman að hugsjónum Rauða krossins um betra samfélag án mismununar og fordóma.

Krakkarnir í Enter, starfi með ungum innflytjendum 9-12 ára, munu einnig taka þátt í sýningunni í Smáralind því hengdar verða upp teikningar af uppáhaldsstað þeirra í Kópavogi.