Sjálfboðaliðum boðið á söngleikinn Gretti

9. maí 2007

Leikfélag Reykjavíkur bauð sjálfboðaliðum Kópavogsdeildar Rauða krossins á söngleikinn Gretti um síðustu helgi. Það var kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða til að gera sér glaðan dag og skemmta sér á íslenskum söngleik. Verkið er eftir Egil Ólafsson, Ólaf Hauk Símonarson og Þórarin Eldjárn. Leikstjóri er Rúnar Freyr Gíslason og fjöldi valinkunnra leikara tekur þátt.

Kópavogsdeild færir leikfélaginu bestu þakkir fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna óeigingjarnt starf sem er íslensku samfélagi afar dýrmætt. Starf sjálfboðaliðanna skilar árangri og veitir þeim ánægju sem njóta aðstoðar þeirra. Sú ánægja er gagnkvæm. Kópavogsdeild leitast við að skapa sjálfboðaliðum sínum áhugaverð störf og umbuna þeim m.a. með skemmtilegum uppákomum með reglulegu millibili. Sífellt er þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða til að sinna fjölbreyttum verkefnum og þeir sem vilja taka þátt í gefandi starfi geta haft samband við deildina með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is.