Þrjár bekkjarsystur söfnuðu 5.067 krónum á tombólu

22. maí 2007

Þrjár bekkjarsystur í Kópavogsskóla seldu dót á tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborg til styrktar Rauða krossinsum. Ágóðinn af sölunni var samtals 5.067 krónur sem þær afhentu Kópavogsdeild. Vinkonurnar heita Rakel Eyjólfsdóttir, Bjarnþóra Hauksdóttir og Birna Ósk Helgadóttir.

S
túlkurnar sögðu að fólk hefið tekið þeim vel og það hefðu helst verið fullorðnir sem keyptu af þeim dót á tombólunni. Sumir gáfu þeim líka peninga án þess að fá nokkurð í staðinn eða borguðu meira en hluturinn átti að kosta í raun. Þær voru mjög ánægðar með árangurinn og sögðust ætla að halda fleiri tombólur í framtíðinni.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Fjársöfnun ungmenna rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.