Hópstjórar óskast í verkefni Kópavogsdeildar

28. okt. 2011

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera hópstjórar í nokkrum verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, Föt sem framlag og basarhóp. Hlutverk hópstjóra í heimsóknaþjónustu er meðal annars að stýra og undirbúa mánaðarlegar samverur, taka þátt í námskeiðum fyrir nýja heimsóknavini og önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkefnastjóra. Í verkefninu Föt sem framlag vantar hópstjóra til að hafa umsjón með veitingum og öðrum tilfallandi verkefnum í mánaðarlegu prjónakaffi. Hlutverk hópstjóra í basarhóp er að undirbúa vikulegar samverur, hafa umsjón með handavinnunni og önnur tilfallandi verkefni.

Deildin leitar að áhugasömum sjálfboðaliðum sem hafa leiðtogahæfni og áhuga á viðkomandi verkefnum. Viðkomandi hópstjórar þurfa þó ekki endilega að vera heimsóknavinur eða útbúa prjónaflíkur og handverk.

Hægt er að kynna sér betur heimsóknaþjónustu, Föt sem framlag og basarhópinn hér á síðunni og áhugasamir eru eindregið hvattir til að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcros.is.