Dagsferð Dvalar

7. ágú. 2007

Tuttugu manns úr Dvöl fóru í dagsferð 12. júní síðastliðinn. Farinn var Gullni hringurinn, þ.e. á Þingvöll, Laugavatn, Gullfoss og Geysi. Einstök veðurblíða var þennan dag sem gerði ferðina einstaklega skemmtilega. Lagt var af stað frá Dvöl kl. 9 að morgni og komið heim kl. 17. Í hádeginu var hamborgari snæddur á Hótel Geysi.

Dvöl er athvarf fyrir fólk með geðraskanir sem er staðsett í Reynihvammi 43 í Kópavogi. Markmiðið með starfseminni er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Kópavogsdeild Rauða krossins annast rekstur Dvalar í samvinnu við Kópavogsbæ og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Ferðir eru kærkomin upplyfting fyrir marga af gestum Dvalar sem treysta sér ekki í ferðalög nema með stuðningi starfsfólks og sjálfboðaliða Dvalar.