Leikföng óskast

20. ágú. 2007

Kópavogsdeild Rauða krossins óskar eftir leikföngum fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Deildin fer af stað með nýtt verkefni sem ber heitið „Alþjóðlegir foreldrar” í október. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eiga börn á aldrinum 0-6 ára. Alþjóðlegu foreldrarnir munu hittast vikulega í félagsmiðstöðinni Mekka og boðið verður upp á stutta íslenskukennslu fyrir foreldrana í hvert sinn og fjölbreyttar kynningar. Ætlunin er að hafa leikföng fyrir börnin á staðnum og vantar okkur leikföngin. 
 
Ef þú átt einhver leikföng sem þú mátt sjá af fyrir börn á þessum aldri þætti okkur vænt um ef þú kæmir með þau til okkar í sjálfboðamiðstöðina í Hamraborg 11. Miðstöðin er opin alla virka daga frá 11-15.

Nánari upplýsingar um verkefnið eru hér á síðunni undir hlekknum „Alþjóðlegir foreldrar”.