Opið hús hjá Kópavogsdeild Rauða krossins, fimmtudaginn 18. október frá kl. 13.00-18.00

15. okt. 2007

Þessa dagana leggur Rauði krossinn sig fram um að kynna þau fjölmörgu verkefni sjálfboðaliða sem unnin eru á vegum deilda um allt land. Lögð er megin áhersla á að kynna störf sjálfboðaliða sem miða að því að draga úr einsemd, fordómum og félagslegri einangrun. Kópavogsdeild Rauða krossins skipuleggur öflugt sjálfboðið starf sem miðar að því að byggja betra samfélag hér í Kópavogi. Verkefni sjálfboðaliðanna eru fjölbreytt og við leggjum áherslu á að finna hverjum og einum verkefni við hæfi.

Á opnu húsi Kópavogsdeildar munu sjálfboðaliðar deildarinnar  kynna verkefnin: Heimsóknavini - Föt sem framlag, prjónahóp - Enter, starf fyrir innflytjendur á aldrinum 9-12 ára - Eldhuga, starf fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára – Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða - Alþjóðlega foreldra.

Við höfum alltaf þörf fyrir nýja og áhugasama sjálfboðaliða á öllum aldri sem vilja takast á hendur verðug verkefni. Finnur þú verkefni við hæfi hjá okkur?

Kaffi á könnunni og með því. Allir velkomnir.

Frekar upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is