Sýnt og sagt frá í Enter

7. nóv. 2007

Í dag hjá Enter-krökkunum var sýnt og sagt frá. Krakkarnir voru beðnir um að koma með einhvern hlut að heiman, til dæmis uppáhaldsdót eða eitthvað frá sínu heimalandi, til að sýna hinum og segja þeim frá hlutnum. Komu þeir með alls konar hluti eins og fótbolta, húfu og úr. Sjálfboðaliðarnir komu einnig með hluti og sögðu frá þeim. Þar á meðal var tromma frá Indlandi, svissneski fáninn og steinn frá eldfjalli á Ítalíu. Síðan fóru krakkarnir líka í ýmsa leiki.

Enter er starf með ungum innflytjendum 9-12 ára sem felur í sér málörvun og tómstundastarf fyrir nemendur í móttökudeild fyrir nýbúa í Hjallaskóla. Á miðvikudögum kl. 14.00-15.30 koma nemendurnir í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar þar sem þeir fá málörvun í gegnum fjölbreytta fræðslu og leiki sem og upplýsingar um félagsstarf og menningu á höfuðborgarsvæðinu í gegnum kynningar og vettvangsferðir.

Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.