Sjálfboðaliðum boðið að sjá LEG

19. nóv. 2007

Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu sýninguna LEG um helgina í boði Þjóðleikhússins. Sýningin er eftir Hugleik Dagsson og er söngleikur um ólétta táningsstúlku. Hljómsveitin FLÍS samdi alla tónlistina fyrir verkið og er hún víst einkar litrík og fjölbreytt.

Kópavogsdeild þakkar Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna óeigingjarnt starf sem er íslensku samfélagi afar dýrmætt. Starf sjálfboðaliðanna skilar árangri og veitir þeim ánægju sem njóta aðstoðar þeirra. Sú ánægja er gagnkvæm. Kópavogsdeild leitast við að skapa sjálfboðaliðum sínum áhugaverð störf og umbuna þeim meðal annars með skemmtilegum uppákomum með reglulegu millibili. Sífellt er þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða til að sinna fjölbreyttum verkefnum og þeir sem vilja taka þátt í gefandi starfi geta haft samband við deildina með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is.