Konur í Sunnuhlíð gáfu teppi í Föt sem framlag

14. nóv. 2007

Konur á dvalarheimilinu Sunnuhlíð afhentu nýlega Kópavogsdeild Rauða krossins 58 ungbarnateppi. Teppin eru kærkomin gjöf og renna í verkefni deildarinnar sem kallast Föt sem framlag. Þau eru send erlendis, einkum til Afríku, þar sem börn í neyð njóta góðs af þeim. Við þökkum konunum í Sunnuhlíð kærlega fyrir þessa hlýju gjafir.   

Sjálfboðaliðar í Kópavogsdeild prjóna og sauma fyrir neyðaraðstoð og þar sem þörfin er mikil er kærkomið fyrir deildina að fá fleiri sjálfboðaliða sem hafa gaman af hannyrðum og leggja um leið sitt af mörkum til hjálparstarfs. Hver og einn getur sniðið sitt framlag að eigin þörfum, sinnt því í hópi eða heima.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í verkefninu Föt sem framlag með því að prjóna eða sauma ungbarnafatnað eða teppi er þér velkomið að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með því að senda okkur línu á kopavogur@redcross.is.