Fatamarkaður í dag!

15. nóv. 2007

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi halda fatamarkað í dag, föstudag, kl. 15-19 og á morgun, laugardag, kl. 12-16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins að Hamraborg 11. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn, ásamt alls kyns varningi, á verðinu 300-1500 krónur. Allur ágóði rennur til styrktar börnum og ungmennum í Mósambík.

Fatamarkaðurinn er lokaverkefni nemendanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf (SKA 112). Nemendurnir hafa flokkað föt fyrir fatamarkaðinn í fataflokkunarstöð Rauða krossins og sett upp markaðinn í sjálfboðamiðstöðinni. Þeir vonast til að sjá sem flesta Kópavogsbúa og aðra á markaðnum þar sem hægt er að gera góð kaup og styrkja um leið gott málefni.

Allir velkomnir!