Sjálfboðaliða vantar í Dvöl

22. nóv. 2007

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera í Dvöl á laugardögum frá kl. 13-16. Venjulega eru tveir sjálfboðaliðar á vakt hvern laugardag. Verkefnið býður upp á einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og öðlast dýrmæta reynslu.

Dvöl er athvarf fyrir geðfatlaða og er ætlað að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við að geðsjúkdóma að stríða. Sjálfboðaliðar gegna mikilvægu hlutverki í rekstri Dvalar með því að taka þátt í starfsemi athvarfsins og veita gestunum félagsskap.

Sjálfboðaliðar í Dvöl þurfa að vera 18 ára eða eldri og sækja grunnnámskeið um hugsjónir Rauða krossins.

Þeir sem hafa áhuga á því að sinna sjálfboðnu starfi í þessu verkefni vinsamlega hafi samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is