Alþjóðlegir foreldrar

23. nóv. 2007

Sjöunda samverustund Alþjóðlegra foreldra fór fram í gær í Mekka, félagsmiðstöð Hjallaskóla. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar Rauða krossins sáu um dagskrána og stýrðu henni með söng, leik og gleði. Þátttakendur komu með mat frá sínum heimalöndum.

Alþjóðlegir foreldrar hittast í Mekka alla fimmtudaga frá kl.10.30-12.00. Síðasta samveran verður næstkomandi fimmtudag þann 29. nóvember og verður þá föndrað fyrir jólin.

Markmið Kópavogsdeildar með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eru heima með börn á aldrinum 0-6 ára. Í hvert sinn er boðið upp á stutta íslenskukennslu og fjölbreyttar kynningar. Foreldrar, íslenskir sem erlendir eru hvattir til að mæta og kynnast skemmtilegum foreldrum af hinu ýmsu þjóðarbrotum. Þátttaka er ókeypis.