Sjálfboðaliðagleði í kvöld

5. des. 2007

Í dag, 5. desember er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og því verður haldin hátíð í sjálfboðamiðstöðinni í Hamraborg 11 fyrir alla sjálfboðaliða deildarinnar. Hátíðin stendur yfir frá kl. 20-22 og verður margt góðra gesta.

Boðið verður upp á ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni og taka með sér gesti, svo sem vini, maka, foreldra, systkini og börn. Nýir sjálfboðaliðar velkomnir.Í dag, 5. desember er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og því verður haldin hátíð í sjálfboðamiðstöðinni í Hamraborg 11 fyrir alla sjálfboðaliða deildarinnar. Hátíðin stendur yfir frá kl. 20-22 og verður margt góðra gesta.

Boðið verður upp á ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni og taka með sér gesti, svo sem vini, maka, foreldra, systkini og börn. Nýir sjálfboðaliðar velkomnir.

Dagskrá:

Edda Andrésdóttir, fjölmiðlakona og rithöfundur les brot úr bók sinni Í öðru landi.
Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs flytja vel valin lög.
Eldhugar Kópavogsdeildar Rauða krossins sýna brot af því sem þau hafa verið að vinna að í vetur. Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára, af bæði íslenskum og erlendum uppruna sem hittast vikulega í sjálfboðamiðstöðinni.
Nemendur í Söngskóla Reykjavíkur syngja nokkur lög.
Sigurður Pálsson, rithöfundur les brot úr bók sinni Minnisbók
Jón Ingi Bergsteinsson, sjálfboðaliði Kópavogsdeildar mun slá botninn í dagskrána með þvi að spila á gítar og stýra fjöldasöng.

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar öllum þeim sem unnið hafa sjálfboðið starf á til hamingju með daginn.

Sjáumst vonandi sem flest í kvöld.