Eldhugar í ljóðagerð

11. des. 2007

Eldhugarnir hittust í síðasta skipti fyrir jól á fimmtudaginn í síðustu viku og fóru á kaffihús. Fengu þeir kakó og köku og röbbuðu heilmikið saman og kynntust betur. Þeir sömdu einnig nokkur jólaljóð eins og það sem birtist hér fyrir neðan.

Á jólunum er allt skreytt
En skrautið það verður breytt
Á jólunum ríkir ást og friður
Jólatréð er gamall siður
Snjókornin falla út um allt
Gleðin ríkir þúsundfalt
Jesúbarnið fæddist hér
Og því skemmta allir sér
                 
                   -Konný Eldhugi

Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára af íslenskum og erlendum uppruna sem hittast í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins á fimmtudögum kl. 17.30-19.00. Eldhugar vinna skemmtileg og skapandi verkefni sem miða að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Unnið er með hugtök eins og vinátta, virðing og umburðarlyndi í gegnum ljósmyndun, leiklist, kynningar á erlendum menningarheimum og margt fleira. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í og stýra starfinu í samstarfi við fagfólk á ýmsum sviðum sem einnig gefur vinnu sína.

Eldhugarnir hittast aftur eftir áramót 17. janúar. Áhugasamir sem vilja taka þátt í Eldhugum eru eindregið hvattir til að hafa samband við Kópavogsdeild Rauða krossins í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is.