Forstöðumannaskipti í Dvöl

18. des. 2007

Í lok síðasta mánaðar kvaddi Björk Guðmundsdóttir gesti og starfsfólk Dvalar en Björk hefur gengt stöðu forstöðumanns frá því í byrjun febrúar 2005.  Í hennar stað hefur verið ráðin Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir.

Starfsemi Dvalar hefur dafnað vel frá opnun og aðsóknin verið góð og hefur Björk átt stóran hlut í velgengni athvarfsins. Gestir eru sammála um að notalegt andrúmsloft og vistlegt umhverfi einkenni athvarfið. Þeir einstaklingar sem sækja athvarfið koma flestir til að rjúfa einangrun og fá stuðning en þetta er mjög breiður hópur á aldrinum 20 til 70 ára. Bæði konur og karlar sækja athvarfið. Athvarfið er opið alla virka daga kl. 9-16 nema á fimmtudögum en þá er opið kl. 10-16 og kl. 13-16 á laugardögum.

Kópavogsdeild þakkar Björk fyrir frábært samstarf í gegnum árin og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi um leið og hún býður Ingibjörgu innilega velkomna til starfa.