Jólaljóð Eldhuga

19. des. 2007

Krakkarnir í Eldhugum sömdu ljóð á dögunum eins og fram hefur komið á þessari síðu og hér fyrir neðan kemur annað sköpunarverk Eldhuga í tilefni þess að jólin eru á næsta leyti.

Jólin eru bæði fyrir svarta og hvíta
Og þá á enginn að vera að kýta
Þá ríkir ást og friður
Eins og jólanna er siður
Hvíti jólasnjórinn fellur til jarðar
Alla leið frá Kópavogi til Ísafjarðar
Stjarna skær á himni skín
Og allir fara í jólafötin sín
Öllum líður vel
Og dagana til jóla ég tel
Þá borða allir saman
Og hafa mjög gaman
              
               -Eydís Eldhugi

Eldhugar eru ungmenni á aldrinum 13-16 ára af íslenskum og erlendum uppruna sem hittast í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins á fimmtudögum kl. 17.30-19.00. Eldhugar vinna skemmtileg og skapandi verkefni sem miða að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Unnið er með hugtök eins og vinátta, virðing og umburðarlyndi í gegnum ljósmyndun, leiklist, kynningar á erlendum menningarheimum og margt fleira. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka þátt í og stýra starfinu í samstarfi við fagfólk á ýmsum sviðum sem einnig gefur vinnu sína.

Eldhugarnir hittast aftur eftir áramót 17. janúar. Áhugasamir sem vilja taka þátt í Eldhugum eru eindregið hvattir til að hafa samband við Kópavogsdeild Rauða krossins í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is.