Þrír ungir kappar söfnuðu 5.760 krónum fyrir Rauða krossinn

11. jan. 2008

Patrik Gunnarsson, Jón Otti Sigurjónsson og Elvar Guðmundsson komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar í vikunni og afhentu afrakstur tombólu sem þeir héldu til styrktar Rauða krossinum. Strákarnir eru sex og sjö ára og eru í 1. og 2. bekk Salaskóla. Þeir héldu tombólu hjá Nettó í Salahverfi og söfnuðu 5.760 krónum. Þökkum við þessum framtaksömu ungu köppum kærlega fyrir framlagið.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Fjársöfnun ungmenna rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.
 
Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.