Skráning hafin á námskeið í skyndihjálp

16. jan. 2008

Námskeið í almennri skyndihjálp verður haldið hjá Kópavogsdeild þriðjudaginn 4. mars. kl. 18-22. Námskeiðsgjald er 4.500 kr. og er skírteini sem staðfestir þátttöku innifalið. Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

Skráning er hafin á námskeiðið og er hægt að skrá sig með því að smella hér eigi síðar en 2. mars.

Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is.