Alþjóðlegir foreldrar hittast aftur á nýju ári

17. jan. 2008

Fyrsta samvera alþjóðlegra foreldra var í morgun í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar. Galvaskir foreldrar mættu með börnin sín og nýttu sér þetta tækifæri til að hitta aðra foreldra og læra íslensku. Þemað í morgun var fjölskyldan og fengu því þátttakendurnir kennslu tengdri henni. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu um dagskrána.

Markmið deildarinnar með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eru heima með börn á aldrinum 0-6 ára. Allir foreldar, innflytjendur og innfæddir eru innilega velkomnir, hvort sem þeir tala enga íslensku eða litla.

Alþjóðlegir foreldrar hittast í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar í Hamraborg 11, 2. hæð, alla fimmtudaga frá kl.10.00-11.30. Í hvert sinn verður boðið upp á stutta íslenskukennslu og fjölbreyttar kynningar. Foreldrar eru hvattir til að mæta og kynnast skemmtilegum foreldrum af hinu ýmsu þjóðarbrotum. Þátttaka er ókeypis.

Dagskrá:

17. janúar: Kynning, íslenskukennsla tengd fjölskyldunni.
24. janúar: Íslenskukennsla tengd líkamanum.
31.janúar: Íslenskukennsla tengd tönnum og tannvernd.
7. febrúar: Hreyfing ungbarna, íslenskukennsla.
14. febrúar: Gæsluvellir, íslenskukennsla.
21. febrúar: Kynning á starfi og þjónustu Alþjóðahúss.
28. febrúar: Íslenskukennsla tengd náttúrunni.
6. mars: Svefn ungbarna, íslenskukennsla.
13. mars: Næring ungbarna, íslenskukennsla.
20. mars: Frí – Páskar.
27. mars: Íslenskukennsla tengd heilsu.
3. apríl: Söngur, vögguvísur og barnasöngvar.
10. apríl: Íslenskukennsla tengd leikföngum.
17. apríl: Kaffihúsaferð.
24. apríl: Frí – Sumardagurinn fyrsti.
1. maí: Frí – Verkalýðsdagurinn.
8. maí: Matur frá ýmsum löndum. Allir koma með eitthvað að smakka frá sínu upprunalandi.
15. maí: Ferð í Grasagarðinn.