Sjálfboðaliðar óskast í Alþjóðlega foreldra

25. jan. 2008

Kópavogsdeild óskar eftir góðu fólki til að sinna sjálfboðnum störfum í verkefninu Alþjóðlegir foreldrar. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eiga börn á aldrinum 0-6 ára. Alþjóðlegu foreldrarnir hittast vikulega með börnin sín, á fimmtudögum kl. 10.00-11.30, í sjálfboðamiðstöð deildarinnar. Á þessum samverum bjóðum velkomna foreldra allra landa sem eru heima með 0-6 ára börn sín og vilja hitta aðra með lítil börn. Boðið er upp á stutta íslenskukennslu fyrir foreldrana í hvert sinn ásamt fjölbreyttum kynningum og eru það sjálfboðaliðarnir sem sjá um dagskrána.

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is

Nánari upplýsingar um verkefnið eru hér á síðunni undir hlekknum Alþjóðlegir foreldrar.