Öskudagur

6. feb. 2008

Öskudagurinn er í dag og komu ýmsar skemmtilegar verur í heimsókn í sjálfboðamiðstöðina til að syngja og fá sælgæti fyrir. Hér sáust meðal annars djöflar, kisur, kanínur, beinagrindur, norn og eitís-gella. Vinsælasta lagið var án efa Bjarnastaðarbeljurnar en einnig heyrðust mörg önnur lög. Eftir sönginn fengu krakkarnir svo að velja sér sælgæti, sleikjó eða karamellur.