112 dagurinn

12. feb. 2008

Í gær var 112 dagurinn og í tilefni þess veitti Kópavogsdeild Rauða krossins Jens Karli Ísfjörð viðurkenningu fyrir að vera tilnefndur sem skyndihjálparmaður ársins 2007. Síðustu árin hafa fleiri aðilar, auk skyndihjálparmanns ársins, hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir björgunarafrek og hafa deildir Rauða krossins víða um land afhent viðurkenningarnar. Jens Karl vann það afrek að koma þýskum eldri hjónum til bjargar þar sem þau sátu föst í bíl sínum í Steinholtsá.

Jens Karl er kennari í Ölduselsskóla og var með fulla rútu af nemendum sínum á ferðalagi í Þórsmörk í september síðast liðnum þegar hann kom 75 ára gömlum þýskum hjónum til hjálpar. Hjónin sátu föst í bifreið sinni í Stórholtsá vegna mikils vatns og straums í ánni. Jens var með vöðlur með sér eins og hann gerir svo oft á ferðalögum og óð út að bílnum til að koma hjónunum til bjargar. Fullvíst þykir að þau hefðu ekki þolað mikið meiri tíma í ánni.