Rauði kross Íslands gefur skyndihjálparveggspjald

14. feb. 2008

Í tilefni af 112-deginum sem haldinn var á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum um allt land, gaf Rauði kross Íslands með styrk frá N1 öllum leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum á landinu skyndihjálparveggspjaldið „Getur þú hjálpað…þegar á reynir?”.  Kópavogsdeild Rauða krossins sendi öllum þessum tilteknu aðilum veggspjaldi, alls 32.

Veggspjaldið inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við neyð, sem jafnvel geta orðið til að bjarga mannslífi. Jafnframt auðveldar veggspjaldið fólki að rifja upp aðferðir í skyndihjálp sem það hefur áður lært. Veggspjaldið tekur á þremur megin þáttum, þ.e. endurlífgun, slysum og bráðum veikindum.

Veggspjöldin kosta 1.245 krónur og eru einnig til á pólsku og ensku.

Námskeið í almennri skyndihjálp verður haldið hjá Kópavogsdeild þriðjudaginn 4. mars kl. 18-22. Upplýsingar um námskeiðið og skráning fæst með því að smella hér.

Hér má sjá veggspjaldið í heild sinni pdf