Skráning stendur yfir á námskeið fyrir heimsóknavini

19. feb. 2008

Vilt þú taka þátt í gefandi starfi? Kópavogsdeild óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir og sinna heimsóknaþjónustu. Heimsóknavinirnir rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Þeir veita félagsskap m.a. með því að spjalla, lesa fyrir viðkomandi, leika á hljóðfæri og fara í gönguferðir.

Undirbúningsnámskeið verður haldið í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 þriðjudaginn 26. febrúar kl. 18.00-22.00. Námskeiðið er ókeypis og opið öllum áhugasömum.

Auk undirbúningsnámskeiðsins bjóðum við sjálfboðaliðum okkar námskeið í almennri skyndihjálp og sálrænum stuðningi án endurgjalds, auk annarrar þjálfunar og fræðslu.

Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is

Vefskráning