Góður hópur alþjóðlegra foreldra

19. feb. 2008

Myndast hefur góður hópur alþjóðlegra foreldra sem hittist vikulega í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með börnin sín. Þá er mikið spjallað, hlegið og skipst á ráðum varðandi ungabörn og lífið á Íslandi. Einnig er stutt íslenskukennsla hverju sinni eða fræðsla. Hópurinn hittist á fimmtudögum kl. 10-11.30 og á morgun kemur starfsmaður frá Alþjóðahúsi í heimsókn og verður með fræðslu um starfsemi og þjónustu Alþjóðahússins fyrir innflytjendur. Allir eru velkomnir, innfæddir eða innflytjendur, hvort sem þeir tala enga eða einhverja íslensku.

Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar í verkefninu og sjá um samverur foreldranna eru beðnir um að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.