Sjálfboðaliði Kópavogsdeildar tilnefnd hvunndagshetja

21. feb. 2008

Jóna Guðný Arthúrsdóttir, sjálfboðaliði Kópavogsdeildar, hefur verið tilnefnd til samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem verða veitt næstkomandi þriðjudag. Á fjórða hundrað ábendinga bárust í keppnina. Samfélagsverðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og fimm einstaklingar eru tilnefndir í hverjum flokki. Jóna Guðný er tilnefnd í flokkinn Hvunndagshetja.

Jóna Guðný vinnur sem sjálfboðaliði í Fataflokkunarstöðinni sem er staðsett að Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði. Hún hefur undanfarin ár borið hita og þunga af fataúthlutun sem er á miðvikudögum klukkan 9 – 14. Síðasta ár var Jóna Guðný sjálfboðaliði í 715 klukkustundir.