Vel sótt námskeið í skyndihjálp

6. mar. 2008

Námskeið í almennri skyndihjálp var haldið hjá Kópavogsdeild í vikunni og var það vel sótt. Tuttugu þátttakendur sátu námskeiðið og fögnum við því að svona margir hafi áhuga á því að öðlast þessa brýnu þekkingu. Þátttakendurnir fengu leiðsögn varðandi grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmið námskeiðsins er að þátttakendurnir verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Allir fá skírteini sem staðfestir þátttöku.

Fleiri námskeið eru á döfinni hjá deildinni eins og Slys á börnum og Sálrænn stuðningur og hvetjum við áhugasama um að kynna sér þau hér á síðunni.