Skráning stendur yfir á námskeiðið Slys á börnum

10. mar. 2008

Kópavogsdeild heldur námskeiðið Slys á börnum 17. og 18. mars kl. 18-21 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi. Skráning stendur yfir á námskeiðið og enn eru laus pláss. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hér á síðunni fyrir 14. mars.

*Leiðbeinandi er Sigríður K. Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur.
*Námskeiðsgjald: 6.500 kr. á mann en 5.000 kr. ef maki eða eldra systkyni tekur líka þátt.
*Innifalin eru námskeiðsgögn og skírteini sem staðfestir þátttöku.