Skráning stendur yfir á námskeið í sálrænum stuðningi

28. mar. 2008

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Sálrænn stuðningur mánudaginn 7. apríl kl. 17-21 í Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur skráning yfir.

Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.Viðfangsefni eru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli.

Námskeiðsgjald er 5.000 krónur og innifalið er skírteini sem staðfestir þátttöku.

Frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á [email protected]

Skráning fer fram hér á síðunni fyrir 4. apríl.

Skráning